Kvikmyndin Mrs. Harris Goes to Paris, sem kom í bíó nú um helgina, er mynd um að því er virðist venjulega breska ræstingakonu sem á sér þann draum að eignast sérhannaðan Christian Dior kjól. Þessi draumur verður til þess að hún lendir í einstöku ævintýri í París.
Fær ekknabætur
Ada Harris er er ekkja sem starfar við ræstingar og hún hrífst Af Dior-kjól eins viðskiptavinar síns. Draumur hennar verður að eignast sinn eigin Dior-kjól. Þegar hún fær óvænt stríðsekknabætur skellir hún sér til Parísar til að kaupa kjól.
Hún álpast inn á tíu ára afmælissýningu Dior og kynnist André, endurskoðanda Dior, og Natöshu, sem er fyrirsæta hjá Dior. Claudine, stjórnanda hjá Dior, er his vegar lítið um það gefið að Ada sé að ryðjast inn í heim hátískunnar.
Dior í vandræðum
Dior-fyrirtækið er í fjárhagsvandræðum og vegna þess að Ada ætlar að borga með reiðufé fallast stjórnendur Dior með semingi á að láta sauma kjól fyrir hana. Ada gistir hjá André á meðan hún er í París til að láta taka af sér mál og máta kjólinn og hún hvetur hann til að segja Natöshu frá þeim tilfinningum sem hann ber til hennar
Aðalhlutverk: Lesley Manville, Isabelle Huppert, Lambert Wilson, Alba Baptista, Lucas Bravo og Ellen Thomas
Handrit: Carrol Cartwright, Anthony Fabian, Keith Thompson og Olivia Hetreed
Leikstjóri: Anthoni Fabian.