Tæknibrellufyrirtækið ILM (Industrial Light and Magic) sem hefur séð um brellurnar fyrir margar af stærstu myndum allra tíma, þar á meðal Jurassic Park og The Mummy Returns, hefur nú gert samninga um að sjá um brellurnar bæði í komandi mynd Ang Lee um græna tröllið Hulk og í Harry Potter 2: The Chamber of Secrets. Þar með slógu þeir við Imageworks tæknibrellufyrirtækinu en þeir vildu ólmir ná þessum samningum. Þess má geta að Imageworks sá um brellurnar fyrir fyrstu Harry Potter myndina sem nú er væntanleg og því hafa aðstandendur myndarinnar varla verið ánægðir með afraksturinn. Þessi samningur er talinn tryggja ILM tugi milljóna dollara, og festir þá ærlega í sessi sem stærsta brellufyrirtæki nútímans.

