Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Fyrsta og besta Jurassic Park myndin. Einhver gaur finnur leið til að búa til risaeðlur og býður virtustu riseðlufræðingum heims til að samþykkja öryggisreglur og eitthvað þannig svo bregst öryggiskerfið og allt fer til fjandans. Sam Neill virkar sem svona risaeðlufræðingur og Jeff Goldblum sem einhverskonar doktor. Aðrir leikarar standa sig líka vel. Söguþráðurinn er góður og tónlistin flott.
Tímamótamynd á sínum tíma og héldu menn að þeir gætu haldið áfram á sömu nótum, en það var ekki rétt. Vakti þessi mynd einskonar áhuga á risaeðlum í um það bil eitt ár, en svo ekki meir. Sniðugar hugmyndir á lausn ýmissa vandamála og flottar risaeðlur sem að gera mann vel skelkaðann. Það má horfa á þessa svona tvisvar sinnum en ekki meira.
Þegar ég var lítill voru risaeðlur eina áhugamálið mitt og ég kunni öll nöfnin á þeim. Þessvegna var Jurassic Park uppáhalds myndin mín þegar ég var lítill. Núna finnst mér hún ennþá snilld. Auðjöfur býr til garð með fullt af klónuðum risaeðlum sem eru búnar til úr DNA genum frá eldgömlum moskítóflugum sem hafa sogið blóð úr risaeðlum á Júratímabilinu en hafa grafist í sandin. En allt fer til fjandans og risaeðlurnar sleppa og nokkrir gestir og starfsmenn þurfa að komast út úr þessu klúðri. Steven Spielberg er svo sannerlega snillingur.
Jurassic Park sem er leikstýrt af Steven Spielberg er meistaraverk. Michael Crichton skrifaði þessa meistaralegu skáldsögu og nú er hún kominn í kvikmyndaheiminn. Í fyrsta lagi eru risaeðlunar óvenjulega raunverulegar og í öðru lagi eru frábærir leikarar eins og Sam Neil og Jeff Goldblum sem leika einstaklega vel í myndinni og í þriðja lagi er söguþráðurinn mjög góður. Myndin er um milljónamæring að nafni John Hammond sem stofnar garð á lítilli eyju fullan af klónuðum risaeðlum. Hann notar DNA úr margra milljóna gömlum moskítóflugum sem hafa verið á tímum risaeðlanna sem hafa sogið blóð úr mismunandi risaeðlum og þannig klónar hann þær. Garðurinn verður rosa vinsæll, en allt fer svo úrskeiðis þegar margar risaeðlur sleppa úr búrum sínum. Maður að nafni Dr. Alan Grant sem rannsakar risaeðlur og kona hans og börn eru einmitt á sama tíma þarna og þau þurfa að lifa af allar kjötæturnar sem þau eiga eftir að hitta og komast af þessari hrikalegri eyju. Steven Spielberg hefur átt mjög góðan feril en Jurassic Park og JP2 The Lost World eru án efa bestu myndirnar hans hingað til. Þegar ég sá fyrst Jurassic Park fannst mér hún mjög áhugaverð, spennandi og fyndinn. Þetta er frábær afþreying fyrir krakka sem hafa gaman af flottum tæknibrellum og raunverulegum risaeðlum. Það ætti enginn að láta þessa frábæru mynd fara framhjá sér.
Algjör geimsteinn af kvikmynd ! Doctor einum hefur tekist að búa til riseðlur , lifandi risaeðlur og sett þær í skemmtigarð einn á afskektri eyju út í miðjarðarhafi. Sam Neill er þarna og þegar allt fer úrskeiðis þá er komið að honum að bjarga deginum. Ein og aðrar myndir Spielbergs þá er allt lagt í tæknibrellur og handrit og það kemur út fullkomlega vel í þessari mynd ! Sjáið þessa !
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
- Dr. Ian Malcolm: What've they got in there, King Kong?