RoboCop (2014)
"Crime has a new enemy."
RoboCop gerist árið 2028, en þá er hið fjölþjóðlega stórfyrirtæki OmniCorp stærsta fyrirtækið í hönnun vélmenna.
Bönnuð innan 12 ára
Ofbeldi
BlótsyrðiSöguþráður
RoboCop gerist árið 2028, en þá er hið fjölþjóðlega stórfyrirtæki OmniCorp stærsta fyrirtækið í hönnun vélmenna. Utan Bandaríkjanna hafa vélmenni fyrirtækisins verið notuð í hernaði í mörg ár og fyrirtækið hefur grætt á tá og fingri. Núna vill OmniCorp nýta tækni sína í heimalandinu, og sjá fullkomið tækifæri til að gera það. Þegar Alex Murphy, sem Kinnaman leikur, ástkær eiginmaður, faðir og góður lögregluþjónn - sem gerir ávallt sitt besta til að berjast gegn glæpum og spillingu í Detroit - slasast alvarlega í sprengingu, þá sér OmniCorp tækifæri til að hanna lögregluvélmenni sem er að hálfu maður og að hálfu vélmenni. OmniCorp sér fyrir sér RoboCop í hverri borg, og gæti skaffað þeim miklar viðbótar tekjur, en þeir reiknuðu ekki með einu: að það er ennþá maður inni í vélinni, sem leitar réttlætis.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Gagnrýni notenda
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráEngar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!
Framleiðendur






























