Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Tropa de Elite 2007

(The Elite Squad, Sérsveitin)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 11. apríl 2008

Á götum Rio lifa aðeins þeir allra hæfustu af

115 MÍNPortúgalska
Rotten tomatoes einkunn 51% Critics
The Movies database einkunn 33
/100
3 verðlaun, m.a. aðalsigurvegari Kvikmyndahátíðarinnar í Berlín. Aðrar 13 tilnefningar,

Myndin fjallar um þá gífurlegu spillingu sem grasserar í stórborginni Rio de Janeiro og er sagan sögð frá sjónarhóli sérsveitarmanns í lögreglunni. Vandamálið er hins vegar það að í Rio eru lögreglumennirnir jafn spilltir og glæpamennirnir sjálfir og beita valdi sínu með miklu og óheftu ofbeldi. Meira að segja sérsveitin, sem er kölluð til þegar venjulegar... Lesa meira

Myndin fjallar um þá gífurlegu spillingu sem grasserar í stórborginni Rio de Janeiro og er sagan sögð frá sjónarhóli sérsveitarmanns í lögreglunni. Vandamálið er hins vegar það að í Rio eru lögreglumennirnir jafn spilltir og glæpamennirnir sjálfir og beita valdi sínu með miklu og óheftu ofbeldi. Meira að segja sérsveitin, sem er kölluð til þegar venjulegar aðferðir duga ekki til, er nánast fasísk í vinnuaðferðum sínum. Sögumaðurinn Nascimento (Wagner Moura) er þjakaður af stöðugu ofbeldinu og hættunni sem hann stendur frammi fyrir í hverjum erfiðu aðstæðunum á fætur öðrum og getur ekki beðið eftir því að hætta störfum og hefja venjulegt líf með óléttri eiginkonu sinni. Hann getur þó ekki hætt fyrr en hann hefur fundið verðugan eftirmann sinn í starfið, en það er meira en að segja það að gera slíkt í umhverfi sem þessu... minna

Aðalleikarar

Mér líður eins og trukkur hafi keyrt yfir mig
Ég játa það að ég vissi ekkert hvað ég var að fara útí þegar ég sá myndina fyrst, og ég held nokkurnveginn að sá sem les þetta sé á sömu blaðsíðu og ég var á. Myndin fjallar frá A til Ö um ótrúlega spillingu lögreglunnar í Rio de Janeiro í Brasilíu og "baráttu" tveggja nýliða við hana. Sérsveit sem kallar sig BOPE vinna hart gegn spillingunni og myndin fléttast í gegnum þessi tvö sjónarhorn.

Þegar ég les ýmislegt um þessa mynd á veraldarvefnum þá tek ég eftir því að fólk veit lítið hvað á að segja um hana, þ.e. margir virðast alveg gáttaðir á því sem þeir sáu á skjánum og góða umfjöllun er vart hægt að finna. Ég er hálfpartinn í sama pakka.

Myndin sækir margt í City of God, sem er í miklu uppáhaldi hjá flestu kvikmyndaáhugafólki, sögusviðið, útlit myndarinnar, spilling lögreglunnar og kaótísk handycam myndatakan er algert City of God "rip-off" ef svo má að orði komast. Ég er þó ekki að segja að söguþráðurinn sé eins, en mikill munur er á þessum tveimur myndum.

Þetta er hálfgerð heimildarmynd sem sýnir sannleikann svart á hvítu hvernig ástandið er í borginni, spillingin er svo hreint út sagt ótrúleg að maður getur vart trúað henni. Fyrri hluti myndarinnar fjallar um spillingu lögreglunnar og fordóma uppdópaða almúgans fyrir þeim, og fannst mér það frekar langdregið á þeim tímapunkti. Þegar líður á seinni hlutann fer maður að gera sér grein fyrir því að öll atriðin um spillinguna voru nauðsynleg og í raun og veru uppbygging fyrir það sem koma skal. Ein af sterkari hliðum myndarinnar er einmitt sú að ekkert atriði er ónauðsynlegt, öll atriðin hafa hlutverk.

Myndin er ótrúlega vel leikin og þetta hráa útlit sem hún hefur nær sér algerlega til áhorfandans. Myndin ýtir manni í þá átt að maður verður að halda með einhverjum aðila og það segir sitt að ég var frekar reiður í enda myndarinnar, sem segir manni það að myndinni tókst ætlunarverk sitt.

Ég hef heyrt marga segja að þetta sé stórlega ofmetin mynd, en sannleikurinn er sá að hún er bara ekki fyrir alla, en ef þú fílaðir City of God þá fílaru þessa, einfalt mál. Raunveruleikinn hefur sjaldan verið hrárri og það er einmitt það sem gerir þessa mynd svo ótrúlega djúsí. Ég verð eiginlega að sjá hana aftur og aftur (og aftur...og aftur) til að mynda mér lokaálit á henni en eins og stendur þá er þessi mynd búin að helgrípa huga minn og fær því 4 stjörnur af 4 - fullt hús. Ég mun klárlega fara á hana 2-3x á Bíódögum Græna Ljóssins. Ef þú ætlar að sjá eina mynd á árinu sjáðu þá þessa!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

26.09.2012

Kidman hýsir morðingja í nýrri stiklu

Árið 2013 virðist bera með sér öldu af erlendum leikstjórum sem hafa fengið stærra fjármagn en áður til að vonandi krydda upp á úrvalið í svokallaðari "mainstream-"kvikmyndagerð. Skapari Amélie, Jean-Pierre Jeunet, ...

16.09.2012

Nýi RoboCop afhjúpaður

Loksins geta menn séð almennilega hvernig nýi RoboCop mun líta út í endurræsingunni sem er væntanleg á næsta ári. Myndirnar eru teknar af settinu. Það þýðir kannski lítið að dæma útlitið þangað til maður sér ...

28.08.2012

Er Robocop í ruglinu?

Tökur á endurgerð Robocop endurgerðinni fara að hefjast innan skamms, og er stefnt á að hún komi út innnan árs, eða í ágúst 2013. Strax eru orðrómar farnir á kreik um að framleiðslan gangi illa, sem veldur áhug...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn