Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Deep Blue Sea 1999

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 26. desember 1999

Bigger. Smarter. Faster. Meaner.

105 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 60% Critics
The Movies database einkunn 54
/100

Aquatica er neðansjávar rannsóknarstöð undan strönd Californiu. Þar eru gerðar tilraunir með gen hákarla, en athafnamaður eyðir 200 milljónum Bandaríkjadala í verkefni sem á að hjálpa til við að lækna Alzheimer hrörnunarsjúkdóminn. Líffræðingurinn Susan McAlester finnur aðferð til að stækka heila hákarla, þannig að ensím sem berjast gegn sjúkdómnum... Lesa meira

Aquatica er neðansjávar rannsóknarstöð undan strönd Californiu. Þar eru gerðar tilraunir með gen hákarla, en athafnamaður eyðir 200 milljónum Bandaríkjadala í verkefni sem á að hjálpa til við að lækna Alzheimer hrörnunarsjúkdóminn. Líffræðingurinn Susan McAlester finnur aðferð til að stækka heila hákarla, þannig að ensím sem berjast gegn sjúkdómnum verða nothæf til lækninga. En ekki fer allt eins og upphaflega var áætlað, og hákarlarnir verða ofurgreindir og ákveða að þeir vilja ekkert láta fikta í sér, þannig að þeir finna leið til að sleppa út úr rannsóknarstöðinni og halda út á haf. Starfsmenn lenda í lífshættu gegn óvini sem sýnir enga miskun. Við gerð myndarinnar voru notaðir alvöru hákarlar í bland við fullkomustu tölvuforrit. ... minna

Aðalleikarar


Nokkuð góð spennumynd/hrollvekja með góðum leikurum en ekki svo góðum tæknibrellum. Aquatica er sjávarrannsóknarstöð og þar gerir fólk tilraunir á hákörlum. En þessir risa hákarlar sleppa og starfsfólkið finnur sig í matrtröð neðansjávar. Samuel Jackson hefði getað verið lengur í myndinni því hann var drepinn þegar stutt var búið af myndinni en það skemmir ekki myndina því hún er bara ágæt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hákarlamyndir hafa verið vinsælar síðustu árin eins og Jaws myndirnar sem vöktu gríðarlega mikla athygli eins og þessa. Sjávarrannsóknarstöð að nafni Aquatica gerir tilraunir á hákörlum og fikta eitthvað við genin á þeim þannig að þeir verða stórir og klikkaðir. En hákarlarnir sleppa úr búrunum og starfsfólkið er læst í stöðinni með risastóra mannætuhákarla á sveimi. Ég hef ekki séð Jaws en þessi var alveg þriggja stjörnu skemmtun og ég vona að Jaws sé það líka:).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég sá Deep blue sea í sjónvarpinu og mér fannst hún bara allt í lagi. Myndin fjallar um fólk á rannsóknarstofu úti í hafi sem að gerir tilraunir með hákarla og þegar að stormur gengur yfir svæðið sem að stöðin er á skemmist hún og fer að sökkva hákarlarnir, sem að eru stærri og greindari en venjulega, sleppa út úr búrum sínum og inn í stöðina. Þá þarf fólkið sem að er að vinna í stöðinni og er fast þar inni, að finna leið út og komast hjá því að vera étin af hákörlunum. Myndin er ágætlega vel leikin en tæknibrellurnar mættu vera betri. Ég varð eiginlega aldrei neitt sérstaklega spenntur á meðan ég horfði á myndina og það er slæmt fyrir spennumynd. Ef að þú hefur ekkert að gera og þér leiðist er Deep blue sea ágætis skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Undan strönd Kaliforníu er neðansjávar rannsóknarstöð að nafni Aquatica. Vísindamenn þar gera tilraunir á hákörlum . En hákarlarnir sleppa og allt fer til fjandans og starfsmenn þurfa að berjast við hákarlana til að komast af. Ótrúlega hrollvekjandi mynd þar sem Samuel L. Jackson kom reyndar lítið við sögu en samt er þetta mjög góð mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Jæja... ég skemmti mér bara þó nokkuð vel yfir þessarri mynd og hún svoldið spennandi en COME ON, hugmyndin var ekki nógu góð. þó að mannfólkið stækki heilann á hákarli þá þýðir það ekki að hákarlinn viti meira og getur reiknað út fyrir hvað manneskja ætlar að gera, líka tók ég eftir því að þegar hákarlarnir syntu aftur á bak þá vil ég taka það fram að hákarla geta það alls EKKI, í fyrsta lagi þá kunna þeir það ekki og hafa ekki hugmynd að það sé hægt, og í öðru lagi þá það er það líkamlega ógerlegt fyrir þá því að þeir myndu bara kafna. Ég gef þessarri mynd 2 stjörnur fyrir heimskuna en hún fær ekki fullt hús (fjórar stjörnur) af því hugmyndin var léleg og að reyna að fá fólk til að trúa að svona hrikalega fáránlegir hlutir geta gerst.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn