Mortdecai
2015
Frumsýnd: 23. janúar 2015
Sophistication Has a Name.
106 MÍNEnska
12% Critics 27
/100 Gjaldþrota lávarðurinn og listaverkamiðlarinn Charles Mortdecai er fenginn til að hafa uppi á stolnu verki eftir Goya sem gæti líka vísað honum á gullfjársjóð sem nasistar komu undan á sínum tíma. Það er alveg óhætt að fullyrða að Mortdecai lávarður og listaverkamiðlari fari sínar eigin leiðir í lífinu. Þessi sérstaki yfirstéttarmaður hegðar sér... Lesa meira
Gjaldþrota lávarðurinn og listaverkamiðlarinn Charles Mortdecai er fenginn til að hafa uppi á stolnu verki eftir Goya sem gæti líka vísað honum á gullfjársjóð sem nasistar komu undan á sínum tíma. Það er alveg óhætt að fullyrða að Mortdecai lávarður og listaverkamiðlari fari sínar eigin leiðir í lífinu. Þessi sérstaki yfirstéttarmaður hegðar sér út á við í takt við nafnbót sína og er alltaf fágaður og fínn, en vegna yfirvofandi fjármagnsskorts er hann gjarn á að líta fram hjá lögum og reglum í því sem hann tekur sér fyrir hendur, svo framarlega sem það gefur af sér pening. Þegar verðmætu málverki eftir Goya er stolið af listasafni leitar lögreglan til Mortdecais, enda hefur hann sambönd í listaverkaheiminum sem fáir aðrir hafa. Dyggilega studdur af þjóni sínum, Jock Strapp, byrjar hann að grennslast fyrir um málið sem á eftir að reynast flóknara en hann hélt ...... minna