Náðu í appið
Ghost Town

Ghost Town (2008)

"Hann sér framliðið fólk... og það pirrar hann"

1 klst 42 mín2008

Aðalsöguhetjan er Bertram Pincus (Gervais), tannlæknir sem getur gert margt vel, en eitt af því sem hann kann alls ekki eru mannleg samskipti.

Rotten Tomatoes85%
Metacritic72
Deila:
6 áraBönnuð innan 6 ára
Ástæða:HræðslaHræðslaBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Aðalsöguhetjan er Bertram Pincus (Gervais), tannlæknir sem getur gert margt vel, en eitt af því sem hann kann alls ekki eru mannleg samskipti. Þegar hann er í ristilskoðun deyr hann skyndilega og er dáinn í alls sjö mínútur áður en það tekst að endurlífga hann, nánast fyrir kraftaverk. Eftir að Betram vaknar aftur til lífsins breytist margt á stuttum tíma hjá honum. Hann fer nefnilega að sjá drauga. Þessir draugar byrja brátt að fara verulega í taugarnar á Bertram og þá sér í lagi draugurinn Frank (Kinnear). Frank er stöðugt að angra Bertram vegna þess að hann er ósáttur við hvaða mann ekkja hans, Gwen (Leoni) er byrjuð að slá sér upp með. Frank nær á endanum að fá Bertram til að hjálpa sér að stía Gwen og kærastanum hennar í sundur, en eftir því sem Bertram á meiri samskipti við Gwen verður hann sífellt hrifnari af henni, sem boðar ekki gott í samskiptum hans við Frank…

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Spyglass EntertainmentUS
DreamWorks PicturesUS
PariahUS

Gagnrýni notenda (2)

Ég kýs frekar The Office og Extras

★★★☆☆

Myndin Ghost Town fjallar um tannlækninn Bertram Pincus (Ricky Gervais) sem finnst ekkert spes við það að umgangast annað mannfólk. Eftir að hafa dáið í 7 mínútur í aðgerð sér hann dr...

Nær sér aldrei á flug

★★☆☆☆

 Eftir að hafa dáið í 7 mínútur vegna læknamistaka, öðlast tannlæknirinn Bertram Pincus (Ricky Gervais) þann eiginleika að geta séð og talað við drauga. Einn þessara drauga (Greg Kin...