Náðu í appið
Stir of Echoes

Stir of Echoes (1999)

"Some doors weren't meant to be opened."

1 klst 39 mín1999

Tom er ósköp venjulegur maður og vinnur sem línumaður hjá símafyrirtæki.

Rotten Tomatoes70%
Metacritic67
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiKynlífKynlífBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Tom er ósköp venjulegur maður og vinnur sem línumaður hjá símafyrirtæki. Hann á ungan son, og eiginkonu sem er ófrísk, og hann fer reglulega út með vinum sínum í hverfinu sem hann býr í í Chicago. Þegar hann fer eitt sinn í partý þá dáleiðir mágkona hans hann, og hann fer í djúpan dásvefn. Áður en hún vekur hann af svefninum, þá stingur hún upp á því að hann haldi huga sínum opnum. Þetta kvöld þá sér hann ofbeldi í leiftursýn og draug ungrar konu. Sonur hans er einnig móttækilegur fyrir hlutum, en á meðan drengurinn tekur sýnunum af ró og yfirvegun þá er Tom órólegur og veit ekki í hvorn fótinn hann á að stíga. Smátt og smátt kemur saga ungu konunnar upp á yfirborðið, og Tom fer að leita að líki hennar sem setur hann og konu hans, sem alla jafna er mjög skilningsrík, í mikla hættu.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Artisan EntertainmentUS
Hofflund/Polone

Gagnrýni notenda (10)

★★★★☆

Kevin Bacon leikur hér Tom Witzky verkamann sem eftir dáleiðslu fer að sjá og heyra allskonar hluti sem hann getur ekki skýrt. Hann uppgvötar að sál ungrar stúlku sem var myrt er að biðja ...

Það eru alls ekki margar myndir í þessum flokki sem tekst að hræða mig.. en þessi skilaði sínu.. ég mæli með henni til allra þeirra sem finnst gaman að finna hárin rísa aftan á höf...

Ágætis mynd sem er fínt að horfa á. Aðeins of mikið byggt upp úr því að hún sé eins og The sixth sense. Strákurinn leikur ekki vel en Kevin skilar sýnu prýðilega. Svolítið of kli...

Ákaflega góður spennutryllir um blue collar fjölskyldu í Bandaríkjunum sem hafa leigt hús og allt gengur vel þangað til nágrannar þeirra bjóða þeim í veislu og Bacon verður dáleiddur ...

Kevin Bacon leikur heimilisföður sem fær ýmsar óhugnanlegar sýnir og martraðir á heimili sínu eftir að hafa verið dáleiddur í teiti hjá vinafólki þeirra hjóna. Brátt kemur í ljós, ...

Þessi mynd kom mér mikið á óvart. Reyndar vissi ég ekkert um hana áður en ég fór á hana. Kevin Bacon er góður í hlutverki sínu. Þetta er mynd þar sem manni bregður og verður jafnvel...

Mjög góð og vel gerð mynd. Líka vel leikin, en alls ekki fyrir hjartveika. Manni brá ansi oft og það ekkert smá. Mjög "spooky" mynd sem kemur manni á óvart.

Ef það er eitthvað sem ég þoli ekki þá eru það góðar myndir sem enda lélega. Oftar en ekki kemur þetta fyrir hrollvekjur; þær byrja vel en í lokin finnst manni eitthvað vanta. Sem bet...

Þokkalegur yfirnáttúrulegur spennutryllir sem segir frá náunga nokkrum að nafni Tom Witzky (Kevin Bacon) sem biður mágkonu sína sem er fróð um andleg málefni að dáleiða sig í teiti h...