Íslandsvinur hannar forrit fyrir vélmenni

Íslandsvinurinn og einn af aðalleikendum í Tarantino myndinni Inglourious Basterds, Daniel Brühl, sem fer með aðalhlutverk í nýrri mynd Valdísar Óskarsdóttur Kóngavegur 7, er á leiðinni til Sviss í desember næstkomandi til að leika í spænsku myndinni Eva, en Bruehl hefur að sögn Variety kvikmyndablaðsins tekið að sér aðalhlutverk í þeirri mynd.

Eva er mynd með framtíðarblæ, og segir sögu feimins ungs snillings ( Bruehl ) sem er ráðinn af gamla háskólanum sínum til að hann forrit fyrir vélmenni.

Myndin hefur nú þegar vakið athygli á Spáni fyrir framleiðslukostnaðinn, en hann er mun hærri en vant er um spænskar myndir, eða um 6 milljónir evra.