Stórmyndin Dune opnaði á Íslandi og annars staðar í Evrópu um helgina, mánuði áður en hún kemur í bíó í Bandaríkjunum. Á Íslandi náði hún stærstu opnun síðan um jólin 2019 (Star Wars: The Rise of Skywalker).
Yfir sex þúsund Íslendingar hafa nú skellt sér á Dune og má segja að áhugi almennings á myndinni hafi farið fram úr vonum margra og eru horfur fyrir framhaldsmynd farnar að líta enn betur út. Myndin kostaði um 200 milljónir dollara í framleiðslu og framhaldið ræðst m.a. af því hvernig henni mun ganga í Bandaríkjunum og Kína. Myndin er þó á heimsvísu þegar búin að hala inn hátt í 40 milljónir dala eftir fyrstu sýningarhelgi í nokkrum útvöldum Evrópulöndum og telst það til góðs.
Dune er búin að fá frábæra dóma hjá gagnrýnendum og er til að mynda með 90% á Rotten Tomatoes, og segja þeir hana vera mikið sjónarspil með frábæra tónlist, leikstjórn, og frammistöðu hjá leikurunum.
Sjá einnig: Leikstjórinn vill að hennar sé notið í bíósal
Dune byggir á samnefndri bók sem Frank Herbert gaf út árið 1956 og framhaldssögum hans. Hún fjallar í stuttu máli um Paul Atreides, fjölskyldu hans og baráttu þeirra við Harkonnen-ættina um plánetuna Arrakis, sem einnig kallast Dune. Meðal leikara í myndinni eru þau Timothée Chalamet, Rebecca Ferguson, Oscar Isaac, Jason Momoa, Josh Brolin, Dave Bautista, Stellan Skarsgård, Zendaya og Javier Bardem.
Í öðru og þriðja sæti íslenska aðsóknarlistans sitja Marvel-myndin Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings og bíómyndin um Hvolpasveitina sívinsælu.
Heildarlistann má sjá hér að neðan.