14. apríl 2025
HeimildarmyndSögulegÍslensk mynd
Leikstjórn Bergur Bernburg
Veðurskeytin er leikin heimildarmynd sem fjallar um stormasöm tímamót í lífi ástríðufulls fræðimanns; dramatísk vegferð inn á óþekkt svæði mannshugans. Doktor í miðaldafræðum frá Cambridge háskóla, sem hefur unnið til mikilla afreka á sínu sviði, þarf skyndilega að endurskoða líf sitt þegar hann er greindur með geðhvarfasýki.
Hann þarf annað hvort að takast á við andleg veikindi sín á hefðbundinn hátt eða finna nýja leið til að lifa með nýjum áskorunum á eigin forsendum, með þeim veðrabrigðum sem vænta má.
Útgefin: 14. apríl 2025
Myndir ekki komnar með dagsetningu
SpennutryllirÍslensk mynd
Leikstjórn Bragi Þór Hinriksson
Eldri hjón, Björn og Áslaug, sem eru í fríi í sumarhúsi uppi í sveit, eru tekin sem gíslar af bandarískum ferðamanni og fyrrum hermanni. Hann telur að Björn sé faðir sinn og krefst genaprófs til að sanna málið. Hegðun hans verður sífellt ofbeldisfyllri sem verður til þess að Björn þarf að ljúga í örvæntingu, á sama tíma og Áslaug hefur eitthvað að fela.