Jurassic World fær Iron Man 3 leikara

Deadline greinir frá því að hinn 12 ára gamli leikari Ty Simpkins, sem lék síðast í Iron Man 3, hafi verið ráðinn til að leika aðalhlutverkið í næstu Jurassic Park mynd, Jurassic World, í leikstjórn Colin Trevorrow. 

ty simpkins

Jurassic World verður tekin í þrívídd og stefnt er að frumsýningu 12. júní árið 2015.

Heyrst hefur að leikkonan Jake Johnson úr New Girl og Drinking Buddies, verði einnig á meðal leikenda, en það er óstaðfest.

Simpkins hefur unnið áður með framleiðanda myndarinnar, Steven Spielberg, en Simpkins lék í mynd hans War of the Worlds á móti Tom Cruise og Dakota Fanning.

Á síðasta ári lék Simpkins í hrollvekjunni Insidious og svo aftur í Insidious: Chapter 2, sem frumsýnd verður á Íslandi 25. október nk.

Einnig hefur þessi ungi leikari leikið í Revolutionary Road, Pride And Glory og Little Children.

Aðalhlutverkið í Jurassic World er líklegt til að skjóta þessum efnilega leikara enn lengra upp á stjörnuhimininn.