Columbia Pictures hafa ákveðið að endurgera klassíkina My Fair Lady frá árinu 1964, en eins og margir Audrey Hepburn aðdáendur vita þá er hún af mörgum talin ein hennar bestu mynda, ef ekki sú besta.
Það er víst komið að Keira Knightley til að koma með sömu töfra og Hepburn framkallaði fyrir 44 árum síðan, en hún er í viðræðum um að leika hlutverk einföldu cockney stelpunnar sem breytist í hefðarfrú.
Sömu framleiðendur og framleiddu Notting Hill og Love Actually munu framleiða þessa endurgerð, en útkomudagur myndarinnar sem og tökudagsetningar hafa enn ekki verið ákveðnar.

