Kelsey Grammer í Transformers 4

Kelsey Grammer hefur bæst við leikaraliðið í hasarmyndinni Transformers 4 sem illmennið Harold Attinger.

Aðrir leikarar í myndinni, sem er væntanleg í bíó í júní á næsta ári, eru Mark Wahlberg, Jack Reynor, Nicola Peltz og Stanley Tucci. Leikstjóri verður sem fyrr Michael Bay.

Grammer er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Frasier Crane, fyrst í níu þáttaröðum af  Cheers og svo í ellefu þáttaröðum af Frasier.

Margir muna einnig eftir honum sem Hank „Beast“ McCoy í X-Men: The Last Stand.