Leikstjórinn Kevin Smith sem skaust upp á stjörnuhimininn með mynd sinni Clerks árið 1994, tilkynnti það á Twitter síðu sinni í dag að Clerks 3 yrði síðasta myndin sem hann ætlaði að leikstýra og skrifa handrit að, áður en hann settist í helgan stein, eins og hann orðar það:
Eftir að tilkynnt var að ísknattleiksmyndin Hit Somebody yrði ekki lengur bíómynd í tveimur hlutum heldur sjónvarpsþáttasería í sex hlutum, þá bjuggust allir við því að Red State hefði verið lokabíómynd Kevin Smith á ferlinum. Svo virðist þó ekki vera eftir Twitter færsluna sem sést hér að ofan.
Clerks III er sem sagt í vinnslu, en eins og Smith segir sjálfur þá ræðst framhaldið af því hvort að Jeff Anderson, meðleikari hans í Clerks, samþykki að vera með.