Kínarallý Keanu fær Karate Kid leikstjóra

keanu reevesKarate Kid leikstjórinn Harald Zwart hefur tekið við stjórnartaumunum í kínversku Keanu Reeves myndinni Rally Car. Leikstjórinn, sem hefur einnig leikstýrt The Mortal Instruments: City of Bones, mun notast við handrit Jeremy Lott, sem aftur byggir handrit sitt á uppkasti eftir Stephen Hamel.

Rally Car fjallar um fyrrum NASCAR ökuþór, sem Reeves leikur, sem neitar að viðurkenna að hans tími sem kappakstursmanns  sé yfirstaðinn. Þegar atvinnuferlinum lýkur og einkalífið er komið í rugl, þá neyðist hann til að taka þátt í alþjóðlegri rallökukeppni um Kína, þvert og endilangt, með unga kínverska stúlku sér við hlið sem aðstoðarökumann, en tilgangur ferðarinnar er m.a. að sanna að hann sé enn sá stjörnuökumaður sem hann heldur að hann sé.