Dwayne „The Rock“ Johnson hefur státað sig af því að vera einskonar „framhaldsmyndabjargvættur“, þ.e. verið fenginn í leikarahóp framhaldsmynda til að koma þeim á rétt ról, eins og komið hefur á daginn með framhaldsmyndir eins og Fast and the Furious og Journey to the Center of The Earth.
Þá mætti spyrja sig hvort að Michael Bay, sem einmitt leikstýrir The Rock í nýjustu mynd sinni Pain & Gain, hvort hann hafi ekki borið víurnar í „Klettinn“ fyrir fjórðu Transformers myndina, en aðalhlutverk í Transformers 4 leikur Mark Wahlberg, meðleikari Johnson í Pain & Gain.
Nú hefur Johnson tjáð sig um þetta sjálfur og þar kemur á daginn að Bay falaðist eftir kröftum hans fyrir myndina:
„Michal Bay bauð mér með í Transformers, en ég gat það ekki vegna anna við Hercules myndina. Þá bauð hann Wahlberg hlutverkið. #RockTalk @nadydi
— Dwayne Johnson (@TheRock) April 26, 2013