Kvikmynd sem hefur verið tólf ár í smíðum

Árið 2002 hóf leikstjórinn Richard Linklater að gera kvikmynd sem endaði á því að vera tólf ár í smíðum.

Kvikmyndin ber heitið Boyhood og er gerð með sama hópi leikara á tólf ára tímabili. Sagan er sögð í gegnum drenginn Mason (Ellar Coltrane) yfir árin sem móta hann sem manneskju.

boyhood

Myndin er skáldsaga og sýnir frá uppvaxtarárum drengsins og hvernig strákurinn þroskast og hvernig líf hans breytist frá sex til átján ára aldurs.

Ellar Coltrane fer með aðalhlutverkið í myndinni og með önnur hlutverk fara Ethan Hawke og Patricia Arquette.

Hér að neðan má sjá fyrstu stikluna úr myndinni