Hinn hnellni Jude Law mun leika aðalhlutverk kvikmyndarinnar Closer á móti Natalie Portman. Ekkert er vitað um söguþráð myndarinnar, en vitað er að hún á að fjalla á opinskáan hátt um kynlíf. Myndin er byggð á samnefndu leikriti eftir Patrick Marber og verður leikstýrt af Mike Nichols. Myndin verður framleidd fyrir Columbia kvikmyndaverið, en tökur hefjast ekki fyrr en Portman lýkur vinnu við þriðju Star Wars myndina sem verður tekin upp nú í sumar.

