Gríngoðsögnin Leslie Nielsen er látinn, 84 ára að aldri. Samkvæmt heimildum lést Nielsen úr lungnabólgu, en hann hafði legið á spítala í Fort Lauderdale í tvær vikur. Ættingjar og vinir Nielsen voru við hlið hans þegar hann lést.
Margir muna eflaust eftir Nielsen úr grínmyndum á borð við Airplane! og Naked Gun seríunni, en hann kom fyrst til Hollywood um árið 1955 eftir að hafa leikið í 150 dramaþáttum í New York. Hann gat sér fljótt nafn sem alvarlegur leikari en var að allra sögn mikill prakkari bak við tjöldin. Þessa hlið fékk hann ekki að sýna fyrr en Airplane! kom út árið 1980 og sló rækilega í gegn.
– Bjarki Dagur