Listi yfir sigurvegara DGA Awards

Danny Boyle fór sáttur heim sem sigurvegari gærkvöldsins, en samtök leikstjóra í Bandaríkjunum, Directors Guild of America, gáfu þeim viðurkenningu sem sköruðu fram úr á nýliðnu ári. Danny Boyle er leikstjóri myndarinnar Slumdog Millionaire, sem var valinn besta myndin á verðlaunahátíðinni.

Hátíðin er talin gefa sterka vísbendingu um það hvernig Óskarinn fer:
          – síðan 1948 hefur það alltaf gerst nema 6 sinnum að leikstjóri sigurmyndar DGA Awards vinnur besta leikstjóra á Óskarnum
          – síðan 1948 hefur það alltaf gerst nema 13 sinnum að besta mynd á DGA Awards vinnur besta mynd á Óskarnum.

Hér er listi yfir sigurvegara hátíðarinnar (leikstjórinn í fyrri línunni og verk hans í seinni línunni):

Besta mynd
Danny Boyle
Slumdog Millionaire

Besta sjónvarpsmynd/minisería
Jay Roach
Recount

Besta heimildarmynd
Ari Folman
Waltz With Bashir

Besta dramasería
Dan Attais
The Wire

Besta tónlistaratriði
Brent (Bucky) Gunts
Opnunarhátíð Sumarólympíuleikanna í Peking (Beijing) 2008

Besta gamansería
Paul Feig
The Office, “Dinner Party“

Besti raunveruleikaþáttur
Tony Croll
America’s Next Top Model, „1002“

Besta þáttasería sýnd á daginn
Larry Carpenter
One Life to Live, Episode #10,281: „So You Think You Can Be Shane Morasco’s Father?“

Besti barnaþáttur
Amy Schatz
Classical Baby (I’m Grown Up Now), “The Poetry Show“

Bestu auglýsingar
Peter Thwaites
Production Company: Gorgeous Enterprises