LL Cool J í Eva

Leikarinn og rappstjarnan LL Cool J ( Any Given Sunday ) er að fara að leika aðalhlutverkið í gettó-gamanmyndinni Deliver Us From Eva, ásamt Gabrielle Union ( Bring It On ). Söguþráður myndarinnar er á þá leið, að þrír menn sem eru giftir þrem systrum, koma að máli við LL Cool J og bjóða honum 5.000 dollara fyrir að fara með fjórðu systurina, sem þeir þola ekki, út á stefnumót. Hann gerir það, og eftir erfiða byrjun falla þau tvö eins og flís að rassi. Hefjast mennirnir þá handa við það að reyna að stía þeim í sundur, þó ástæðan liggi ekki ljós fyrir. Spurningin er þá hvort þau þoli þrýstinginn og haldi saman, eða hvort sambandið sé á sandi byggt. Spennan er í hámarki. Myndinni verður leikstýrt af Gary Hardwick ( The Brothers ), en handrit myndarinnar er eftir hann sjálfan.