Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ég man eftir því fyrir nokkrum árum síðan að ég fór í bíó að sjá Bring it on. Ég gleymi því seint vegna þess að ég hef sjaldan skemmt mér svona vel yfir bíómynd. Hvað þá mynd sem er alveg eftir Hollywood formúlunni. Formúlan bara gengur upp í henni þessari. Klappstýruliðið Torros hefur stjórnenda(captain)skipti eftir að hafa sigrað nokkur ár í röð á landsmótinu í klappstýrudansi. Hinn nýji stjórnandi kemst að því að öll sporin sem höfðu fært þeim pálmann eru stolin. Svertingja stúlkurnar (Clovers) sem að fyrrverandi stýran stal af eru ekki sáttar. Þær ætla sko ekki að láta svona stuld yfir sig ganga og fara líka á landsmótið. Þessi mynd er full af skemmtilegri tónlist og flottum dönsum.
Myndir sem koma á óvart eru oft bestar, eins og kom í ljós með þessa mynd. Mér hefði alldrei dottið í hug að taka mynd sem fjallar um klappstýrukeppni. Þannig var að ég var í heimsókn hjá kunningja mínum eitt hvöldið um jólin og dauðleiddist okkur. Þá kom í ljós að unglingurinn á heimilinu hafði leigt ofangreinda mynd og með semingi samþykkti ég að horfa á hana, betra heldur en að gera ekki neitt. Fyrir vikið varð ég vitni að frábærri skemmtun, þetta er einfaldlega góð mynd, Kirsten Dunst er náttúrulega frábær leikkona og þó þetta sé ekki hennar besta mynd, þá sér maður nýja og skemmtilega hlið á henni. Hún er sko í þrusuformi. Semsagt þrjár stjörnur, dreg frá eina stjörnu fyrir það að þetta er bandarísk formúlumynd.
Mér finnst þetta GEÐVEIK mynd! Ég æfi fimleika og mér finnst ógeðslega gaman að horfa á allskonar myndir þar sem eru allskonar svona bull!!! En þetta er svona ekta stelpumnd og mér finsnt hún allavega geðveik mynd!
Hálf leiðieg og vitlaus mynd um klappstírur. Að mínu mati léku engir af leikurunum vel. Það eina góða í þessari mynd var danshöfundurinn sem er alveg ótrúlega fyndin og skemmtileg persóna. En það var eithvað við þessa mynd sem gerði mig spenntann, ég veit ekki hvað en það var eithvað, ég bara vildi alls ekki missa af neinu atriði.
Myndin fær tvær stjörnur fyrir danshöfundinn og að halda mér spenntum.
Mér finnst þetta frábær mynd, aðallega út af Elizu Dushku sem leikur hina svölu Missy og þessum ÆÐISLEGU dansatriðum.
Myndin er um klappstýrulið sem að hefur unnið landsmót klappstýra 5 sinnum í röð. En síðan kemst liðið að því að þau eru með stolin atriði og þá er um að gera að finna nýtt atriði í hvelli...
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleitt af:
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
1. janúar 2001
VHS:
14. maí 2001