Náðu í appið
102
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Bring It On: Fight to the Finish 2009

102 MÍNEnska

Bring It On: Fight to the Finish segir frá hinni kraftmiklu unglingsstúlku Linu Cruz (Christina Milian), en hún hefur náð nokkrum frama sem klappstýra í uppeldishverfi sínu í austurhluta Los Angeles, en þegar hún flytur í mun fínna, ríkara og snobbaðra hverfi í Vestur-L.A. eftir að móðir hennar giftist vellauðugum manni breytist gæfa hennar snarlega. Hún á... Lesa meira

Bring It On: Fight to the Finish segir frá hinni kraftmiklu unglingsstúlku Linu Cruz (Christina Milian), en hún hefur náð nokkrum frama sem klappstýra í uppeldishverfi sínu í austurhluta Los Angeles, en þegar hún flytur í mun fínna, ríkara og snobbaðra hverfi í Vestur-L.A. eftir að móðir hennar giftist vellauðugum manni breytist gæfa hennar snarlega. Hún á erfitt með að aðlagast lífinu í nýja menntaskólanum, þar sem hún er ekki lengur vinsælust – eða hæfileikaríkust. Hún vill komast í klappstýrulið skólans, en fyrirliðinn Avery (Rachele Smith) kemur snarlega í veg fyrir það. Því ákveður Lina í samráði við stjúpsystur sína, Skyler (Holland Roden), og fyrrum liðsfélaga sína úr gamla menntaskólanum að taka málin í sínar hendur og reyna að sigra stóra klappstýrukeppni gegn liðinu hennar Avery.... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn