Samkvæmt breska blaðinu The Daily Telegraph eru tökur að hefjast á nýrri Mad Max mynd, Mad Max 4, en sem kunnugt er gerði Mel Gibson garðinn frægan sem Mad Max fyrir þónokkrum árum síðan í myndum nr. 1,2 og 3.
Áður hefur verið tilkynnt að Charlize Theronog Tom Hardy séu líkleg til að leika í myndinni.. Tökur munu fara fram í Sydney í Ástralíu og í Outback NSW.
Talið er að verkefnið í heild sinni muni taka tvö og hálft ár í vinnslu.

Mel Gibson ofursvalur sem Mad Max og með í för er hundur álíka svalur.

