Systir Jake Gyllenhaal, Maggie Gyllenhaal að nafni, hefur bæst í hópinn með Julia Roberts , Julia Stiles og Kirsten Dunst í kvikmyndinni Mona Lisa Smile. Fjallar myndin um frjálslyndan kennara einn í stúlknaskólanum Wellesley, og þau áhrif sem hún hefur á nemendur sína. Myndinni verður leikstýrt af Mike Newell ( Donnie Brasco ) og tökur hefjast í haust.

