Það lítur út fyrir að Warner Bros. hefur skuggalega mikla trú á nýjustu Superman-myndinni sinni, Man of Steel, þar sem þeir eru þegar byrjaðir að leita að handritshöfundum fyrir framhaldið. Eins gott að þeir hugsuðu ekki svona langt þegar Superman Returns var enn í eftirvinnslu. Glöggir vita að hún skilaði ekki alveg inn hagnaðinum sem var búist við.
Verst er að við vitum ekkert hvort við séum jafnkröfuharðir á framhald fyrr en við fáum að sjá gripinn, en Man of Steel kemur ekki í bíó fyrr en 2013. Annars getið þið hér séð nöfnin á þeim sem Warner hefur í huga:
Steve Kloves (Harry Potter-myndirnar – mínus nr. 5)
Travis Beacham (Clash of the Titans, Pacific Rim)
Lawrence Kasdan (Raiders of the Lost Ark, Empire Strikes Back)
Af þessum, hvern mundir þú velja? Er ekki málið að ráða bara Kevin Smith aftur?
Ekki er vitað hvort að Zach Snyder hafi sýnt áhuga að gera aðra mynd. Hann er nú að vinna hörðum höndum á þessari um stundina og breytist það ekkert næsta árið.