Marsden hoppar úr Hop yfir í Charles Manson

Kvikmyndaleikarinn James Marsden, sem leikur stórt hlutverk í toppmyndinni í Bandaríkjunum í dag, fjölskyldumyndinni Hop, hefur tekið að sér nýtt og gjörólíkt hlutverk. Hlutverkið sem þessi 37 ára gamli leikari ætlar að takast á hendur er hlutverk fjöldamorðingjans fræga Charles Manson, sem situr í ævilöngu fangelsi í Bandaríkjunum. Myndin heitir The Dead Circus.

Ásamt honum munu þau Michael C. Hall, 40 ára, og Melissa Leo, 50 ára, leika í myndinni.