Max von Sydow, einn þekktasti leikari Svía, er látinn

Úr kvikmyndinni Sjöunda innsiglið eftir Ingmar Bergmann

Sænski leikarinn Max von Sydow er látinn, 90 ára að aldri, en eiginkona leikarans, Catherine Brelet, staðfesti andlátið í viðtali við franska fjölmiðla.

Von Sydow lék í fleiri en hundrað kvikmyndum á ferli sínum og var tvívegis tilnefndur til Óskarsverðlauna (fyr­ir Awaken­ings og Extremely Loud & Incredi­bly Close). Hann er sennilega þekktastur fyrir hlutverk sín í The Exorcist, Flash Gordon, Hannah and Her Sisters, Sjöunda innsiglinu og mörgum fleirum.

Á meðal hans síðustu kvikmynda var sjöundi kafli Star Wars myndabálksins, The Force Awakens.