McConaughey skeggjaður uppreisnarbóndi – Fyrsta stikla!

The Hunger Games leikstjórinn Gary Ross fer á sögulegar slóðir í nýjustu mynd sinni, borgarastríðsdramanu Free State of Jones, en með aðalhlutverkið, hlutverk bónda í suðurríkjum Bandaríkjanna sem gerist uppreisnarmaður, fer Óskarsverðlaunaleikarinn Matthew McConaughey.

matthew mcconaugheyUpphaflega átti myndin að koma út nú fljótlega eftir áramót, en frumsýningu hefur verið seinkað fram í maí, sem margir telja góðs viti fyrir myndina.

Aðrir helstu leikarar eru Gugu Mbatha-Raw, Keri Russell og Mahershala Ali.

Kíktu á stikluna nýju hér fyrir neðan:

Eins og fyrr sagði gerist myndin í bandaríska borgarastríðinu og segir sögu af uppreisn bóndans Newt Knight gegn sambandshernum. Hann safnaði saman her af bændum og þrælum í sveitinni þar sem hann bjó, en uppreisn hans varð til þess að Jones County skildist frá Sambandsríkjunum, og varð frjálst ríki.

Free-State-of-Jones-poster-620x925

Myndin kemur í bíó í Bandaríkjunum 13. maí nk.