McGregor vill leika Obi-Wan aftur

Ewan McGregor hefur áhuga á að leika Obi-Wan Kenobi í einum til tveimur Star Wars-myndum til viðbótar. Þetta sagði hann í viðtali við Premiere í Frakklandi er hann var að kynna sitt fyrsta leikstjóraverkefni, American Pastoral.

obi-wan

McGregor væri til að leika Obi-Wan á tímabilinu sem gerist á milli Star Wars-myndanna sem McGregor lék í og upphaflegu myndanna þegar Sir Alec Guiness lék Obi-Wan.

„Það væri gaman að kvikmynda þá sögu núna, þar sem ég er orðinn eldri“ sagði hann. „Ég væri á rétta aldrinum. Ég er 45 ára og Alec Guinnes var sextíu, var það ekki? Ég gæti leikið í tveimur svoleiðis myndum.“

Enginn hefur þó rætt við McGregor um gerð slíkra mynda, enn sem komið er.