Mennska margfætlan 2 fær stiklu


Trailerinn sem ábyggilega margir hafa beðið eftir er kominn í hús, og það er fyrir hina væntanlega umdeildu The Human Centipede II (Full Sequence). Myndin er framhald einnar umtöluðustu og sjúkustu myndar undanfarinna ára og þykir þessi ganga það langt að breska kvikmyndaeftirlitið ákvað að neita henni aldursstimpil og banna dreifingu hennar.

Söguþráðurinn er vægast sagt skrautlegur og má næstum því gefa leikstjóranum hrós fyrir að prófa að fara allt aðra leið með framhaldsmynd sína heldur en þykir eðlilegt. Til að mynda er þessi mynd í svarthvítu og brýtur fjórða veginn með því að fjalla um einstakling sem tilbiður fyrstu myndina, á mjög svo ógeðfelldan hátt.

Myndin var forsýnd á kvikmyndahátíðinni Fantastic Fest í bandaríkjunum og miðað við umfjallanir og sum spjallborðin á IMDb má vel búast við mynd sem lætur þá fyrstu líta út fyrir að vera Algjör Sveppi í samanburði.

Hér er trailerinn:

Ég veit hvað þið eruð að hugsa, og já, hún kemur til Íslands í bíó.