Thor biður Loka um hjálp – fyrsta stiklan!

Marvel hafa verið gífurlega duglegir að punga út kvikmyndum um ofurhetjur síðastliðin ár. Frumsýning Iron Man 3 er handan við hornið, en þeir láta sér það ekki nægja og minna á sig með fyrstu stiklu úr framhaldinu af norræna goðinu Thor.

Thor snýr aftur til jarðríkis til þess að ná í sína heittelskuðu og tekur hana með í ríki sitt. Hið illa hefur lifað af og herjar á báða heima. Hverju mun Thor fórna fyrir það sem hann trúir á? Svo virðist sem allt fari úrskeiðis og Thor þurfi að fá hjálp frá engum öðrum en Loka.

Thor: The Dark World var tekin að hluta hér á landi og má sjá Íslandi bregða fyrir á 53 sekúndu í stiklunni.