Með/á móti: The Spirit

(Með/á móti er fastur liður á síðunni þar sem tveir stjórnendur með ólíkar skoðanir á tiltekinni bíómynd segja nákvæmlega það sem þeim finnst (helst í einni efnisgrein) og er undir notendum komið að velja þá hlið sem er raunsærri, skemmtilegri eða meira sannfærandi. En svo er alltaf séns á því að skoðun þín sé mitt á milli)

Hilmar Smári Finsen (annar stjórnandi Leikjatal) vs. Axel Birgir Gústavsson

Þeir eru alls ekki ófáir sem eru á móti Frank Miller-myndinni The Spirit frá árinu 2008. Myndin fékk hræðilega dóma, glataða aðsókn og almennt vilja bara flestir (sérstaklega Sin City unnendur) gleyma því að hún hafi nokkurn tímann verið gerð. Kvikmyndir.is hefur hins vegar fundið mann sem er nógu djarfur til að segjast ekki bara fíla myndina, heldur verja hana með hörku.


Hilmar
segir:

The Spirit er, eins og flestir vita, leikstýrð af Frank Miller. Hann er þekktastur fyrir meistaraverkið Sin City sem allir biðu spenntir eftir á sínum tíma. Þegar fólk frétti að hann var að gera nýja mynd með sömu „noir“ tilfinningu, héldu allir að hún yrði með sömu hugsun og Sin City. Myndin er dimm, gróf og virkilega vel skrifuð mynd. Spirit hefur sama útlit, sama leikstjóra en er langt frá því að vera sama verk. Margir líta á myndina sem alvarlega mynd, en mér finnst hún hafa lúmskan húmor. Mér finnst þetta mjög greinilegt þegar Samuel Jackson segir: „Toilets are always funny.“ Þetta finnst mér sýna greinilega hvert stefnir. Aðaleikarinn Gabriel Mact sem leikur Spirit stendur sig vel í hlutverki sínu. Hann er sjarmerandi en mér finnst óþarfa áhersla á ást hans á borginni. Samuel L Jackson leikur illmennið Octopus. Hann er ótrúlega gáfaður en jafnframt kjánalega heimskur. Hann minnir mig á gömlu vondu karlana í Batman seríunni með Adam West. Eitt af því sem mér líkar best við myndina erað hún er sett upp eins og teiknimyndasaga. Það er frábært að geta séð hvern ramma eins og í teiknimyndabók. Þetta er fínasta B-mynd. Þetta er fínasta klisja ef þið náið að slökkva á heilanum og hunsa andstyggð Octopus á eggjum.

Axel segir:

Ef þið viljið endanlegt svar hvernig hugur Frank Millers virkar, þá er The Spirit klárlega málið. Myndin reynir á augnhimnurnar, er gervilegri en margar stúdentamyndir, og fáránlega litlaus í útliti og efnivið. Aðalpersónan er tóm og óviðkunnanleg Marty Stu-týpa sem virðist hafa einhvers konar öfl yfir illa skrifuðu kvenpersónum myndarinnar sem klæðast vægt til að þjóna blætisdýrkun Millers og þörfum aðalpersónunnar þegar plottið kallar á að þær breyti um hug. Mér líður persónulega illa sem karlmanni yfir hvernig kvenpersónur myndarinanr eru skrifaðar og hvernig hlutverk þeirra í myndinni hljóma. Það er enginn millivegur í leik myndarinnar- annaðhvort eru leikararnir svæfandi eða tyggja leikmyndina í tætlur. Samtölin eru bjánalegri en Stallone one-linerar og senurnar hoppa á milli stjórnlaust í hönnun og stíl án uppbyggingar. Það er einfaldlega engin rök né rím til að halda áhuga mínum, útlitið er mjög fráhrindnandi og persónurnar og hlutverk þeirra eru ófyrirgefanlega lélegur pakki.  Ég myndi glaðlega maraþona Batman-myndir Schumachers (mínus hlé) frekar en að sjá þetta Miller-rúnk aftur.

HVORU MEGIN VIÐ LÍNUNA ERT ÞÚ?

 

Stikk: