Ímyndaðir vinir á toppnum

Toppmynd íslenska bíóaðsóknarlistans í síðustu viku The Kingdom of the Planet of the Apes var ekki langlíf í efsta sætinu því gaman-ævintýramyndin IF hefur nú, á sinni fyrstu viku á lista, hirt af henni toppsætið eftir sýningar síðustu helgar. Aparnir þurfa því að gera sér annað sætið að góðu en í því þriðja er önnur gömul toppmynd, gamanmyndin The Fall Guy.

Hin nýja mynd helgarinnar, hrollvekjan Tarot fór rakleitt í fjórða sæti aðsóknarlistans.

Pandan vinsælust

Tekjuhæsta kvikmynd listans samtals er teiknimyndin Kung Fu Panda 4 með fimmtíu og tvær milljónir króna í tekjur og þrjátíu og fjögur þúsund gesti eftir ellefu vikur í sýningum.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: