Risavélmennin sigruðu bílana

Risavélmennin utan úr geimnum, úr Transformers: The Last Knight, sem geta breytt sér í bíla og fleiri ökutæki, fóru beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans nú um helgina, ný á lista, og ruddu þar með toppmynd síðustu viku, Cars 3, niður í annað sætið.

Þriðja sætið féll svo Wonder Woman í skaut, en hún fer niður um eitt sæti milli vikna. Tvær aðrar nýjar kvikmyndir eru á listanum að þessu sinni; spennumyndin Hunter´s Prayer fór beint í 10. sæti listans og gamanmyndin How to be a Latin Lover fór beint það fjórtánda.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: