Múmían ný á toppnum

Tom Crusie og Sofia Boutella tylltu sé á topp íslenska bíóaðsóknarlistans í ævintýramyndinni The Mummy nú um helgina, og höfðu þar með betur en ofurhetjumyndin Wonder Woman, sem sat á toppnum í síðustu viku.

Bíóaðsókn virðist þó hafa verið með almennt minna móti, og kannski er hægt að kenna sólinni um, enda skein hún skært um helgina.

Í þriðja sæti, niður um eitt sæti á milli vikna, situr svo Baywatch gengið, sem berst gegn dópsölu á ströndinni, og á í deilum við lögregluna á svæðinu, sem finnst strandverðirnir ganga heldur langt inn á sitt sérsvið!

Sjáðu íslenska bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: