Sögulegur árangur Avengers: Age of Ultron

Disney/Marvel myndin Avengers: Age Of Ultron varð í dag fimmta myndin í kvikmyndasögunni til að fara yfir 900 milljónir Bandaríkjadala í tekjur af bíósýningum utan Bandaríkjanna ( International Box Office ), en það er jafn mikið og Avengers myndin fyrsta þénaði utan Bandaríkjanna.

ultron

Myndin er enn í sýningum í bíóhúsum á 91 landssvæði,  ( þar á meðal hér á Íslandi ), og hefur nú þénað samanlagt 1,327 milljarða dala, eða að jafnvirði um 177 milljarða íslenskra króna.

Myndin er sem stendur sú sjötta tekjuhæsta þegar tekjur í Bandaríkjunum og landa utan Bandaríkjanna eru lagðar saman. Tekjur myndarinnar í Bandaríkjunum nema 428,6 milljónum dala og 899,3 milljónum utan Bandaríkjanna.