Kingsman fór beint á toppinn

Íslenska kvikmyndin Undir trénu varð að lúta í gras nú um helgina þegar Kingsman: The Golden Circle var frumsýnd og gerði sér lítið fyrir og fór beint á toppinn, og þar með fór Undir trénu niður í annað sæti íslenska bíóaðsóknarlistans.  Önnur ný mynd, teiknimyndin The Lego Ninjago Movie, fór beint í þriðja sæti listans.

Ein ný mynd til viðbótar er á listanum að þessu sinni, en það er Robert Pattinson myndin Good Time, sem fer beint í 19. sæti aðsóknarlistans.

Sjáðu íslenska bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: