Skyfall spennan magnast með hverju augnabliki sem líður og ég held að aldrei hafi verið jafn mikil spenna í heiminum fyrir Bond mynd. Meirihluti Íslendinga er að fara á taugum, enda er vægast sagt mikið Bond blóð í okkur. Ísland hefur ávallt verið mikið Bond land, og hef ég alltof oft lent í umræðum um hver sé bestur í rullunni. Allir hafa sínar skoðanir, meiraðsegja Roger Moore.
„Á laugardagsmorgni var mér boðið á lokaða sýningu á Skyfall. Ég hef auðvitað alltaf haldið því fram að Sean Connery hafi staðið sig best í þessu hlutverki, en það gleður mig að segja að þegar Skyfall verður frumsýnd þá mun hún verða stærsta myndin í seríunni, og fólk mun muna eftir Craig sem besti Bondinn í sögu kappans.“ Þetta hafði Moore að segja á „An evening with Roger Moore“ í gærkvöldi.
Ef þetta gerir fólk ekki ennþá spenntari fyrir myndinni þá veit ég ekki hvað. Roger var að mínu mati alltaf skemmtilegasti Bondinn, en eftir að Casino Royale gerði allt vitlaust gat ég ekki annað en sett Craig í fyrsta sæti. Þessi umræða hefur alltaf verið heit, þannig að ég spyr ykkur; hver er besti Bondinn?