Verður Ejiofor illmennið í Bond?

Samkvæmt vefsíðunni The Wrap er Chiwetel Ejiofor líklegur til að hreppa hlutverk illmennisins í næstu James Bond-mynd, sem verður sú 24. í röðinni.

chiwetel

Efjiofor var tilnefndur til Óskarsins fyrir hlutverk sitt í 12 Years a Slave og er afar eftirsóttur um þessar mundir.

Tökur á Bond-myndinni hefjast í október og frumsýning verður á næsta ári.

Daniel Craig verður í fjórða sinn í hlutverki njósnara hennar hátignar, 007. Leikstjórinn Sam Mendes og handritshöfundurinn John Logan verða aftur með í nýju myndinni en þeir störfuðu einnig við þá síðustu, Skyfall.

Ralph Fiennes (M), Naomie Harris (Moneypenny) og Ben Wishaw (Q) munu öll endurtaka hlutverk sín frá því í Skyfall.

Enn á eftir að ráða í tvö kvenhlutverk, eða Bond-stúlkuna og stúlku frá Skandinavíu sem Bond fellur fyrir.