Leikstýrir Mendes næstu Bond-mynd?

Sony Pictures and MGM eru í viðræðum við Sam Mendes um að hann  leikstýri Daniel Craig á nýjan leik í næstu James Bond-mynd.

sam mendesÞetta kemur fram í frétt Deadline.

Mendes leikstýrði síðustu Bond-mynd, Skyfall, sem náði inn yfir 1,1 milljarði dala í miðasölutekjur í fyrra. Þar með varð hún tekjuhæsta Bond-mynd allra tíma og sú áttunda tekjuhæsta í sögunni. Handritshöfundur næstu myndar er hinn sami og síðast, John Logan.

Miklar vangaveltur hafa verið uppi um hvort Sam Mendes leikstýri  Bond á nýjan leik. Hann er að undirbúa söngleik á West End byggðan á sögunni Charlie and the Chocolate Factory og einnig uppfærslu á leikritinu Lér konungur. Framleiðendur Bond eru tilbúnir að bíða eftir að því hann ljúki við þau verkefni. Ef samningurinn gengur eftir mun Mendes líkast til hefja störf við Bond-myndina á næsta ári.