Mendes segir bless við Bond

Sam Mendes hefur staðfest að hann ætlar ekki að leikstýra annarri James Bond-mynd. skyfall mendes bond

Í viðtali við Deadline viðurkenndi hann að hafa sagt það sama eftir þá síðustu, Skyfall, og sneri svo aftur þremur árum síðar með Spectre. Núna telur hann auðveldara að segja bless við 007.

„Tilfinningin um að einhverjum kafla sé lokið er núna til staðar en hún var það ekki í lokin á Skyfall,“ sagði Mendes. „Þess vegna er þetta öðruvísi núna. Mér finnst það réttlætanlegra að hætta ferðalaginu núna.“

Daniel Craig hefur ekki ákveðið hvort hann ætlar að leika njósnara hennar hátignar aftur. Craig talaði nýlega um að hann vildi frekar skera sig á púls en að leika Bond aftur.

Mendes hefur skilning á þessu orðalagi hans. „Ég lít á það þannig að ef þú ert að hlaupa þitt fyrsta maraþon og átt 200 metra eftir í mark, þegar einhver náungi kallar: „Ætlarðu í annað maraþon strax aftur?“ Ég skil af hverju Daniel svaraði spurningunni svona,“ sagði leikstjórinn.