Mr. Darcy átti að vera nakinn

Fyrir mörgum aðdáendum rithöfundarins Jane Austin þá er persónan Mr. Darcy í túlkun breska leikarans Colin Firth, hátindur „Pride and Prejudice“ algleymisins, jafnvel þó hann sé fullklæddur. En hvernig ætli aðdáendurnir hefðu brugðist við hefði hann kastað klæðum fyrir framan myndavélarnar og komið fram nakinn. Staðreyndin er sú að það varð næstum því raunin.

BKB2DG

Í einnig frægustu senu úr Pride and Prejudice sjónvarpsþáttunum sem BBC gerði, þá veður Darcy út í tjörn í öllum fötunum.  Handritshöfundurinn Andrew Davies, sagði samt sem áður áhorfendum á bókmenntaráðstefnu nú nýverið að í hans útgáfu handritsins hefði Darcy átt að vera kviknakinn í þessu atriði.

„Senan af honum í blautri skyrtu [að koma upp úr tjörninni ] átti að vera nektarsena. Darcy var venjulegur maður en eyddi öllum tíma sínum í að halda aftur af sér til að mæta kröfum samfélagsins. Hann hafði þá nýlega eytt vikum og mánuðum í London við að vera kurteis með fullt af stífu fólki. Hann átti kannski nokkrar stundir þar sem hann gat verið einn og sleppt sér aðeins. Þetta var heitur dagur, hann kemur að tjörninni  – – þannig að mér fannst að hann ætti að fara úr öllum fötunm og dýfa sér í vatnið, þannig að ástæðan fyrir að það varð ekki getur verið vegna þess að Colin sjálfur var ekki til í það.“

Hann bætti við að hann vissi ekki afhverju nektin fékk ekki að vera með.

En burtséð frá þessu þá var Davies ánægður með útkomuna.

Sjáðu þessa frægu senu hér fyrir neðan: