Mr. Pizza Guy látinn

negronHinn gamalreyndi leikari og grínisti Taylor Negron er látinn, 57 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein.

Negron var þekktur fyrir hlutverk sín sem Mr. Pizza Guy í myndinni Fast Times at Ridgemont High og sem tengdasonur Rodney Dangerfield í Easy Money.

Negron byrjaði að koma fram sem uppistandari í miðskóla, sem leiddi til þess að hann fékk að koma fram í the Comedy Store. Fyrsta kvikmyndahlutverkið fékk hann árið 1982 í háðsádeilunni Young Doctors in Love, þar sem gert var góðlátlegt grín að sápuóperum.

Síðar fylgdu myndir eins og The Last Boy Scout, Angels in the Outfield, Stuart Little og fjöldi annarra mynda.

Að auki lék Negron fjölda hlutverka í sjónvarpi.

Hér fyrir neðan má sjá Negron afhenda Sean Penn pítsu í Fast Times at Ridgemont High:

Stikk: