Helena Bonham Carter hefur gefið upp að nornin Bellatrix Lestrange í Harry Potter and the Philosopher’s Stone seríunni muni vera mjög áberandi í síðustu bókinni.
Bellatrix er fanatískur fylgjandi Voldemorts sem flýr úr Azkaban fangelsinu til þess að liðsinna honum við að reyna að gera út af við Harry og ná völdum í galdraheiminum.
Það er Helena sjálf sem leikur Bellatrix í Harry Potter and the Order of the Phoenix og segist hún hafa átt mikinn þátt í útliti hennar á hvíta tjaldinu. Upphaflega átti að setja hana í víð og pokaleg föt en hún þvertók fyrir það og vildi vera kynþokkafull norn í slitnum fötum eftir fangavistina í Azkaban. Hún vildi líka að fatnaðurinn endurspegli bardagaeðli Bellatrix, en nafnið þýðir hermaður.
Helena er bara í einni senu í myndinni svo að hlutverk Bellatrix er ekki stórt eins og er. Það byrjaði í u.þ.b. fimm línum og fækkaði í þrjár, eftir að búið var að klippa myndina til. Hins vegar segir Helena að J. K. Rowling sjálf hafi látið sig vita að Bellatrix muni leika veigamikið hlutverk í síðustu bókinni, sem sannfærði hana um að taka hlutverkið að sér.

