Murphy slær í gegn

Hin unga leikkona Brittany Murphy hefur aldeilis komið ár sinni vel fyrir borð. Eftir að hafa verið í vinsælum myndum á við 8 Mile og Just Married, hafa launakröfur hennar hækkað umtalsvert. Hún fær næst 4 milljónir dollara fyrir að leika aðalhlutverkið í rómantísku gamanmyndinni Little Black Book. Í henni leikur hún stúlku eina sem er að fara að gifta sig. Hún gerir þau mistök að kíkja í lófatölvu kærasta síns til þess að kynna sér hans fyrrum kærustur. Í framhaldi af því á alls kyns misskilingur sér stað, og munu þau bæði læra af reynslunni. Myndin verður framleidd fyrir Revolution Studios, og tökur eiga að hefjast nú í sumar.