Grassroots (2012)
"Democracy with a smile / Með hugsjónina að vopni"
Atvinnulaus blaðamaður gerist kosningastjóri kunningja síns sem vill komast í borgarstjórn Seattle svo hann geti breytt almenningssamgöngukerfi borgarinnar.
Bönnuð innan 16 ára
Vímuefni
BlótsyrðiSöguþráður
Atvinnulaus blaðamaður gerist kosningastjóri kunningja síns sem vill komast í borgarstjórn Seattle svo hann geti breytt almenningssamgöngukerfi borgarinnar. Grassroots er eftir leikstjórann og handritshöfundinn Stephen Gyllenhaal sem sækir efnið í sanna sögu blaðamannsins Phils Campell og vinar hans, Grants Cogswell, en þeir háðu merkilega og oft á tíðum launfyndna kosningabaráttu í Seattle-borg árið 2001 í því skyni að tryggja Grant sæti í stjórn borgarinnar. Grant hafði í raun aðeins eitt baráttumál á stefnuskránni og það var að veita meira fé til uppbyggingar á rafmagnslestakerfi borgarinnar í stað olíuþyrstra strætisvagna. Myndin er fyrst og fremst fyndin innsýn í hina kostulegu pólitísku baráttu sem þeir félagar lögðu út í til að tryggja Grant sætið þar sem segja má að þeir hafi sýnt og sannað að það er ýmislegt hægt ef viljinn er fyrir hendi ...
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar

Aðrar myndir
Myndir
Plaköt
Framleiðendur













