Grassroots
2012
Democracy with a smile / Með hugsjónina að vopni
98 MÍNEnska
50% Critics 41
/100 Atvinnulaus blaðamaður gerist kosningastjóri kunningja síns sem vill komast í borgarstjórn Seattle svo hann geti breytt almenningssamgöngukerfi borgarinnar. Grassroots er eftir leikstjórann og handritshöfundinn Stephen Gyllenhaal sem sækir efnið í sanna sögu blaðamannsins Phils Campell og vinar hans, Grants Cogswell, en þeir háðu merkilega og oft á tíðum launfyndna... Lesa meira
Atvinnulaus blaðamaður gerist kosningastjóri kunningja síns sem vill komast í borgarstjórn Seattle svo hann geti breytt almenningssamgöngukerfi borgarinnar. Grassroots er eftir leikstjórann og handritshöfundinn Stephen Gyllenhaal sem sækir efnið í sanna sögu blaðamannsins Phils Campell og vinar hans, Grants Cogswell, en þeir háðu merkilega og oft á tíðum launfyndna kosningabaráttu í Seattle-borg árið 2001 í því skyni að tryggja Grant sæti í stjórn borgarinnar. Grant hafði í raun aðeins eitt baráttumál á stefnuskránni og það var að veita meira fé til uppbyggingar á rafmagnslestakerfi borgarinnar í stað olíuþyrstra strætisvagna. Myndin er fyrst og fremst fyndin innsýn í hina kostulegu pólitísku baráttu sem þeir félagar lögðu út í til að tryggja Grant sætið þar sem segja má að þeir hafi sýnt og sannað að það er ýmislegt hægt ef viljinn er fyrir hendi ...... minna