Náðu í appið

Tale of Tales 2015

(Il racconto dei racconti, Sagnasveigur)

Frumsýnd: 24. september 2015

Flétta af ævintýrum

125 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 83% Critics
The Movies database einkunn 72
/100
Sópaði að sér Ítölsku kvikmyndaverðlaununum 2016 þegar átta þeirra féllu henni í skaut af þrettán tilnefningum.

„Sagnasveigur“ fléttar saman þremur óvenjulegum ævintýrum. Kóngar og drottningar, álfar og risar, drekar og flær og nornir og galdrar. Í Tale of Tales er áhorfendum boðið inn í stórfenglegan heim ítalskra ævintýra. Í einu þeirra leikur Salma Hayek drottningu sem fórnar lífi eiginmanns síns sem leikinn er af John C. Reilly. Í öðru leikur Vincent Cassel... Lesa meira

„Sagnasveigur“ fléttar saman þremur óvenjulegum ævintýrum. Kóngar og drottningar, álfar og risar, drekar og flær og nornir og galdrar. Í Tale of Tales er áhorfendum boðið inn í stórfenglegan heim ítalskra ævintýra. Í einu þeirra leikur Salma Hayek drottningu sem fórnar lífi eiginmanns síns sem leikinn er af John C. Reilly. Í öðru leikur Vincent Cassel konung sem er heillaður af tveimur leyndardómsfullum systrum. Ævintýrin eru öll stórbrotið sjónarspil þar sem myndlíkingar leika stórt hlutverk. Einu sinni voru þrjú konungsríki sem áttu landamæri hvert að öðru. Öllum var þeim stjórnað af konungum, drottningum, prinsum og prinsessum í stórkostlegum konungshöllum. Einn konungurinn var siðlaus saurlífisseggur, annar var fangi framandi skepnu og ein drottninganna var heltekin af ósk sinni um að eignast barn. Seiðkarlar og álfkonur, skelfileg skrímsli, tröll, gamlar þvottakerlingar, fimleikafólk og gleðikonur fara með aðalhlutverkin í þessum ævintýralega sagnasveig sem byggir lauslega á vinsælum verkum ítalska skáldsins Giambattista Basile. Stórbrotið sjónarspil á mörkum raunsæis og súrrealisma þar sem hver rammi er þrunginn merkingu.... minna

Aðalleikarar

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn